Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 10. júlí 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Greenwood marki frá meti Best, Kidd og Rooney
Greenwood hefur blómstrað að undanförnu.
Greenwood hefur blómstrað að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood hefur skorað sextán mörk á leiktíðinni í öllum keppnum. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. Hann skoraði eitt gegn Brighton, tvö gegn Bournemouth og í gær eitt gegn Aston Villa í 0-3 útisigri.

Markametið hjá leikmanni sem er yngri en 21 árs á einu tímabili hjá Manchester United eru sautján mörk. Greenwood er kominn með sextán og tímabilið er alls ekki búið. United á að lágmarki sex leiki eftir og líklegt verður að teljast að þeir verði í það minnsta sjö vegna góðrar stöðu United í Evrópudeildinni.

Það eru þeir George Best (tímabilið 1965-66), Brian Kidd (1967-68) og Wayne Rooney (2004-05) sem eiga sautján marka metið.

Greenwood er átján ára gamall og hefur undanfarna leikið leikið á hægri vængnum í liði Ole Gunnar Solskjær.

Athugasemdir
banner
banner