Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. júlí 2021 21:57
Victor Pálsson
3. deild: Augnablik missteig sig - Mikilvægur sigur KFS
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Höttur/Huginn er enn á toppi 3. deildar karla eftir leiki dagsins en fimm viðureignir voru spilaðar.

Höttur/Huginn spilaði við Ægi á útivelli en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.

Augnablik gat komist í toppsætið með sigri á Dalvík/Reyni en liðið tapaði þeim leik 3-1 og er enn tveimur stigum á eftir toppliðinu.

Einherji situr á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 3-0 tap gegn Víði.

KFS vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni en liðið lagði Tindastól 2-1 eftir að hafa lent marki undir.

Dalvík/Reynir 3 - 1 Augnablik
1-0 Borja Lopez Laguna('7)
2-0 Kristinn Þór Rósbergsson('36)
3-0 Borja Lopez Laguna('72)
3-1 Arnar Laufdal Arnarsson('81)

Víðir 3 - 0 Einherji
1-0 Atli Freyr Ottesen Pálsson('8)
2-0 Jóhann Þór Arnarsson('22)
3-0 Jóhann Þór Arnarsson('56)

Tindastóll 1 - 2 KFS
1-0 Pape Mamadou Faye('29)
1-1 Daníel Már Sigmarsson('62)
1-2 Frans Sigurðsson('66)

Sindri 4 - 0 KFG
1-0 Gunnar Bergmann Sigmarsson('12, sjálfsmark)
2-0 Lautaro Garcia('52)
3-0 Abdul Bangura('60)
4-0 Mate Paponja('91)

Ægir 1 - 1 Höttur/Huginn
0-1 Pablo Garcia('21)
1-1 Stefan Dabetic('83()
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner