Celtic hefur sent fyrirspurn á Crystal Palace en skoska félagið hefur áhuga á að fá Jeffrey Schlupp.
Þessi 31 árs gamli Ganverji hefur brugðið sér í allra kvikinda líki en hann getur leyst stöðu vinstri bakvarðar, miðjumanns og framherja.
Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Palace en Sky Sports greinir frá því að félagið sé tilbúið að selja hann.
Hann kom við sögu í 33 leikjum fyrir félagið á síðustu leiktíð.
Athugasemdir