Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. október 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Færeyingar rændir? - Lærisveinar Helga töpuðu
Úr leik hjá Færeyjum.
Úr leik hjá Færeyjum.
Mynd: Getty Images
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjórir leikir búnir í Þjóðadeildinni í dag.

Sigurganga Færeyja í D-deild var stöðvuð þegar þeir tóku á móti Lettlandi á heimavelli. Janis Ikaunieks kom Lettlandi yfir á 25. mínútu en Odmar Faero jafnaði fyrir heimamenn stuttu síðar.

Færeyingar skoruðu á 76. mínútu eftir skelfileg mistök í vörn Letta, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Í endursýningum leit það ekki út fyrir að vera réttur dómur.

Lokatölur voru 1-1 í Færeyjum og eru Færeyingar með sjö stig eftir þrjá leiki. Þeir höfðu unnið báða sína leiki fyrir leikinn í dag. Lettland er með þrjú stig.

Í hinum leiknum sem var að klárast í D-deild Þjóðadeildarinnar vann Gíbraltar 1-0 sigur á Liechtenstein, lærisveinum Helga Kolviðssonar. Helgi mun hætta með Liechtenstein um áramótin.

Liechtenstein er með þrjú stig eftir tvo leiki, en Gíbraltar er á toppi riðilsins með sex stig.

Lúxemborg vann Kýpur og Svartfjallaland vann Aserbaídsjan í C-deildinni. Báðir leikir enduðu 2-0.

C-deild:
Lúxemborg 2 - 0 Kýpur
1-0 Danel Sinani ('12 )
2-0 Danel Sinani ('26 )

Svartfjalland 2 - 0 Aserbaídsjan
1-0 Stevan Jovetic ('9 )
2-0 Igor Ivanovic ('71 )

D-deild:
Færeyjar 1 - 1 Lettland
0-1 Janis Ikaunieks ('25 )
1-1 Odmar Faero ('28 )

Liechtenstein 0 - 1 Gíbraltar
0-1 Tjay De Barr ('10 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner