Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   fim 10. október 2024 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Glímdi við andlega erfiðleika stuttu fyrir EM - „Gefur ekki alltaf rétta mynd af raunveruleikanum“
Alvaro Morata
Alvaro Morata
Mynd: EPA
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata opnaði sig í viðtali við El Partidazo de Copa á dögunum, en þar sagði hann frá baráttu sinni við þunglyndi.

Þessi 31 árs gamli leikmaður sagði frá því að hann hafi verið nálægt því að leggja skóna alfarið á hilluna eftir að hafa gengið í gegnum andlega erfiðleika.

Morata gekk í gegnum þessa erfiðleika stuttu fyrir Evrópumót landsliða í sumar, en er á batavegi eftir að hafa opnað sig við nokkra aðila.

„Ég hélt ég gæti ekki farið aftur í skóna og út á völl. Ég fékk mikla hjálp frá fólki eins og Diego Simeone, Koke, Miguel Angel Gil (forseta Atlético) og sálfræðingnum.“

„Það sem þú sérð í sjónvarpinu eða á samfélagsmiðlum gefur ekki alltaf rétta mynd af raunveruleikanum, en það var oft þar sem ég gat ekki gert einfalda hluti eins og að reima skóna og stundum fór ég snemma heim því ég gat ekki talað og sjónin varð óskýr.“

„Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri að gerast og þetta var allt mjög flókið og viðkvæmt. Á því augnabliki áttar maður sig á því hvað maður elskar mest og hvað maður hatar mest í heiminum. Þetta er mjög flókið,“
sagði Morata.

Morata var fyrirliði er spænska landsliðið vann Evrópumótið í sumar, sem var hans nítjándi titill í atvinnumannafótbolta. Eftir mótið yfirgaf hann Atlético og samdi við AC Milan á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner