Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 11. janúar 2021 09:45
Magnús Már Einarsson
KR að selja Finn Tómas til Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur samþykkt tilboð frá sænska félaginu IFK Norrköping í varnarmanninn Finn Tómas Pálmason. Þetta staðfesti Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, við Fótbolta.net í dag.

Að sögn Jónasar á Finnur sjálfur eftir að semja við Norrköping og ganga frá lausum endum.

Finnur Tómas skaust fram á sjónarsviðið sumarið 2019 þegar hann varð lykilmaður í vörn KR þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Samtals hefur Finnur spilað 31 leik í Pepsi Max-deildinni undanfarin tvö ár en hann á einnig 23 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands.

Norrköping endaði í 6. sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Ísak Bergmann Jóhannesson er á meðal leikmanna liðsins.

Félagið hefur verið með marga Íslendinga innan sinna raða undanfarin ár en Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson slógu meðal annars báðir í gegn hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner