mið 11. janúar 2023 14:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningnum rift í október en verður samt með ÍA í sumar (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Alex Davey hefur samið við ÍA út komandi tímabil. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Þetta vekur athygli þar sem ÍA rifti samningi sínum við Davey í október. Þá var orðið ljóst að liðið yrði í Lengjudeildinni á komandi tímabili og átti leikmaðurinn ár eftir af gildandi samningi.

Davey er 28 ára varnarmaður sem að hefur spilað með ÍA síðustu tvö tímabil eftir að hafa spilað í Bandaríkjunum árin á undan. Hann kom upp yngri flokkana hjá Chelsea og á að baki 7 unglingalandsleiki með Skotlandi.

Hann er Englendingur sem hefur spilað í heimalandinu og einnig í Noregi ásamt Bandaríkjunum og Íslandi.

Komnir
Arnleifur Hjörleifsson frá Kórdrengjum
Arnór Smárason frá Val
Hákon Ingi Einarsson frá Kórdrengjum

Farnir
Eyþór Aron Wöhler í Breiðablik
Oliver Stefánsson til Norrköping (var á láni)
Hallur Flosason hættur
Benedikt Warén í Breiðablik (var á láni)
Brynjar Snær Pálsson í HK
Christian Köhler
Kaj Leo í Bartalsstovu
Kristian Lindberg
Tobias Stagaard til Danmörku (var á láni)
Wout Droste
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner