Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   sun 11. apríl 2021 14:38
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Tottenham og Man Utd: Son í byrjunarliðinu
Tottenham og Manchester United mætast í stórslag í enska boltanum í dag. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessum leik.

Tottenham er í sjöunda sæti sem stendur, sex stigum frá Meistaradeildarsæti, og þarf nauðsynlega sigur í Evrópubaráttunni.

Man Utd siglir nokkuð lygnan sjó í öðru sæti, sex stigum fyrir ofan Evrópudeildarsæti og með leik til góða.

Jose Mourinho gerir þrjár breytingar frá jafnteflinu gegn Newcastle um síðustu helgi. Serge Aurier, Eric Dier og Son Heung-min koma inn í liðið fyrir Japhet Tanganga, Davinson Sanchez og Carlos Vinicius.

Ole Gunnar Solskjær gerir aðeins eina breytingu eftir sigurinn gegn Brighton, þar sem Scott McTominay kemur inn fyrir Mason Greenwood í taktískri breytingu.

Luke Shaw og Marcus Rashford spila hálf tæpir og tekur Dean Henderson stöðu David De Gea í markinu, en Spánverjinn hélt hreinu á útivelli gegn Granada.

Tottenham: Lloris, Aurier, Dier, Rodon, Reguilon, Lo Celso, Ndombele, Hojbjerg, Moura, Son, Kane.
Varamenn: Hart, Alderweireld, Winks, Bale, Lamela, Sissoko, Alli, Tanganga, Vinicius.

Man Utd: Henderson, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, Pogba, Fred, McTominay, Fernandes, Rashford, Cavani.
Varamenn: De Gea, Mata, Greenwood, Traore, Telles, Matic, Williams, Van de Beek, Tuanzebe.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner