Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. júní 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Þýskaland skoraði átta mörk
Þýskaland valtaði yfir Eistland.
Þýskaland valtaði yfir Eistland.
Mynd: Getty Images
Lukaku skoraði tvennu.
Lukaku skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Ítalír komu til baka gegn Bosníu.
Ítalír komu til baka gegn Bosníu.
Mynd: Getty Images
Ísland vann frábæran sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það var fjöldinn allur af öðrum leikjum í undankeppninni í dag.

C-riðill
Þýskaland gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk gegn Eistlandi í Þýskalandi.

Marco Reus og Serge Gnabry skoruðu báðir tvennu. Leon Goretzka, Ilkay Gundogan, Timo Werner og Leroy Sane voru einnig á skotskónum fyrir Þjóðverja sem eru með fullt hús stiga í C-riðli eins og Norður-Írar.

Norður-Írland hefur farið gríðarlega vel af stað í undankeppninni og vann Hvíta-Rússland 1-0 í kvöld. Norður-Írland er með 12 stig á meðan Þýskaland er með níu stig.

Holland er einnig í C-riðli, en Hollendingar eru aðeins með þrjú stig að loknum tveimur leikjum.

Þýskaland 8 - 0 Eistland
1-0 Marco Reus ('10 )
2-0 Serge Gnabry ('17 )
3-0 Leon Goretzka ('20 )
4-0 Ilkay Gundogan ('25 , víti)
5-0 Marco Reus ('37 )
6-0 Serge Gnabry ('62 )
7-0 Timo Werner ('79 )
8-0 Leroy Sane ('88 )

Hvíta-Rússland 0 - 1 Norður-Írland
0-1 Paddy McNair ('86 )

E-riðill
Í E-riðli eru Ungverjar á toppnum með níu stig úr fjórum leikjum. Ungverjar lögðu Wales að velli 1-0. Mate Patkai skoraði eina markið þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lærisveinar Ryan Giggs í Wales eru aðeins með þrjú stig úr þremur leikjum.

Slóvakía er í öðru sæti riðilsins með sex stig úr þremur leikjum. Slóvakar völtuðu yfir Aserbaídsjan sem er á botni riðilsins án stiga. Króatar eru einnig í riðlinum. Þeir voru ekki að spila í kvöld, en eru með sex stig úr þremur leikjum.

Aserbaídsjan 1 - 5 Slóvakía
0-1 Stanislav Lobotka ('8 )
0-2 Juraj Kucka ('27 )
1-2 Ramil Sheydaev ('29 )
1-3 Marek Hamsik ('30 )
1-4 Marek Hamsik ('57 )
1-5 David Hancko ('85 )

Ungverjaland 1 - 0 Wales
1-0 Mate Patkai ('81 )

I-riðill
Belgar áttu í litlum vandræðum með Skotland á heimavelli. Romelu Lukaku, sóknarmaður Manchester United skoraði tvisvar og Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, gerði eitt mark í öruggum 3-0 sigri.

Belgía er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í I-riðli. Rússland vann Kýpur í kvöld 1-0 og eru Rússar í öðru sæti með níu stig.

Kaskastan, sem vann San-Marínó 4-0, er með sex stig í riðlinum eins og Skotland. Kýpur er með þrjú stig og San-Marínó án stiga.

Kasakstan 4 - 0 San-Marínó
1-0 Islambek Kuat ('45 )
2-0 Maxim Fedin ('62 )
3-0 Gafurjan Suyumbaev ('66 )
4-0 Bauirzhan Islamhan ('79 )

Rússland 1 - 0 Kýpur
1-0 Aleksey Ionov ('38 )

Belgía 3 - 0 Skotland
1-0 Romelu Lukaku ('45 )
2-0 Romelu Lukaku ('57 )
3-0 Kevin de Bruyne ('90 )

J-riðill
Í J-riðlinum eru Ítalír á toppnum með fullt hús stiga úr fjórum leikjum. Ítalir fengu sitt fyrsta mark á sig í undankeppninni í kvöld eru þeir unnu 2-1 sigur á Bosníu. Ítalía var 1-0 undir í hálfleik en kom til baka í seinni hálfleiknum.

Finnland er með níu stig eftir 2-0 sigur á Liechtenstein og Armenía er með sex stig eftir óvæntan sigur á Grikklandi á útivelli. Grikkland og Bosnía eru með fjögur stig og Liechtenstein án stiga.

Liechtenstein 0 - 2 Finnland
0-1 Teemu Pukki ('37)
0-2 Benjamin Källman ('57)

Ítalía 2 - 1 Bosnía
0-1 Edin Dzeko ('32)
1-1 Lorenzo Insigne ('49)
2-1 Marco Verratti ('86)

Grikkland 2 - 3 Armenía
0-1 Alexander Karapetyan ('8)
0-2 Gevorg Ghazaryan ('32)
1-2 Zeca ('54)
1-3 Tigran Barseghyan ('74)
2-3 Kostas Fortounis ('87)

Smelltu hér til að sjá úrslitin úr riðli okkar Íslendinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner