Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 11. júlí 2023 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Breiðablik vann á Írlandi
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Shamrock Rovers 0 - 1 Breiðablik
0-1 Damir Muminovic ('39)


Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 0 -  1 Breiðablik

Damir Muminovic gerði eina mark leiksins er Breiðablik lagði Shamrock Rovers á útivelli í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og verðskulduðu að taka forystuna þegar Damir gjörsamlega negldi boltanum í netið úr aukaspyrnu af þokkalega löngu færi.

Heimamenn í Shamrock mættu grimmir til leiks í seinni hálfleikinn og voru með yfirhöndina, en tókst ekki að skapa mikið gegn Blikum. Anton Ari Einarsson varði mjög vel í tvígang og getur verið stoltur af því að hafa haldið markinu hreinu.

Shamrock tókst ekki að finna jöfnunarmark og fara Blikar því heim til Kópavogs með eins marks forystu. 

Seinni leikurinn fer fram að viku liðinni og ljóst að Blikar þurfa að spila vel til að komast áfram gegn flottum andstæðingum, þrátt fyrir forystuna.

Sigurvegarar viðureignarinnar mæta sterku Íslendingaliði FC Kaupmannahafnar í næstu umferð.

Til gamans má geta að það var annar Íslendingur sem tók þátt í fyrstu umferð forkeppninnar í dag og er uppalinn hjá Breiðabliki.

Árni Vilhjálmsson kom inn í hálfleik í markalausu jafntefli litháíska meistaraliðsins Zalgiris gegn FC Struga, meisturunum frá Norður-Makedóníu.

Zalgiris 0 - 0 Struga


Athugasemdir
banner
banner
banner