Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 11. júlí 2023 19:33
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Damir með ótrúlegt bylmingsskot
Mynd: Getty Images

Breiðablik er einu marki yfir í hálfleik í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.


Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 0 -  1 Breiðablik

Blikar eru staddir í Dyflinn, höfuðborg Írlands, þar sem þeir spila við besta liðið þar í landi - Shamrock Rovers.

Breiðablik var sterkara liðið í fyrri hálfleik og verðskuldaði að taka forystuna þegar Damir Muminovic skoraði stórglæsilegt mark með ótrúlegu bylmingsskoti.

Damir skoraði markið úr skemmtilega útfærðri aukaspyrnu þar sem Höskuldur Gunnlaugsson hótaði skotinu en boltanum var rúllað á Damir í staðinn.

Það verður áhugavert að vita hversu hratt boltinn fór þegar Damir skoraði en þetta gæti reynst eitt af flottari mörkum tímabilsins í Meistaradeild Evrópu.

Sjáðu markið stórkostlega


Athugasemdir
banner
banner
banner