Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. september 2020 21:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Valur: Klárlega skref upp á við - Bjartsýnn á fleiri mínútur
Eftir að ég kynnti mér félagið þá varð þetta mjög spennandi verkefni
Eftir að ég kynnti mér félagið þá varð þetta mjög spennandi verkefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er fínt að geta leyst miðvörðinn en ég tel að mín framtíð sé bakvörðurinn.
Það er fínt að geta leyst miðvörðinn en ég tel að mín framtíð sé bakvörðurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í fullkomnum heimi væri ég búinn að koma meira við sögu
Í fullkomnum heimi væri ég búinn að koma meira við sögu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mín fyrsta upplifun af deildinni hérna er klárlega að þetta sé skref upp á við.
Mín fyrsta upplifun af deildinni hérna er klárlega að þetta sé skref upp á við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Valur Jónsson gekk undir lok júlí í raðir Spartak Trnava í slóvakísku úrvalsdeildinni að láni frá HK. Birkir er 21 árs varnarmaður og er Trnava með forkaupsrétt ef félagið vill semja við Birki til lengri tíma.

Birkir var í viðtali við heimasíðu Trnava eftir að félagaskiptin gengu í gegn en fréttaritari var forvitinn og var með nokkrar frekari spurningar sem Birkir svaraði.

Sjá einnig:
Birkir Valur: Er hér til að vinna mér inn sæti í byrjunarliðinu (29. júlí)

Umboðsskrifstofan með útibú í Slóvakíu - Þekktu leikmanninn Birki vel
Hvenær heyrir Birkir fyrst af áhuga Trnava?

„Ég heyri fyrst af áhuganum um miðjan júlí og eftir það gerast hlutirnir hratt og ég var mættur út 10 dögum seinna," sagði Birkir.

Hvernig vissi Trnava hver Birkir væri?

„Félagið var búið að fylgjast með mér í nokkuð langan tíma, horfa á 7-8 leiki hjá mér og þekktu mig vel sem leikmann. Umboðsskrifstofan sem ég er hjá er með útibú hérna í Slóvakíu og bentu menn á skrifstofunni félaginu, Trnava, á mig."

Stórt félag og mjög spennandi verkefni
Vissi Birkir eitthvað um Fortuna Liga, slóvakísku deildina, áður en hann frétti af áhuga Trnava?

„Ég vissi náttúrulega ekkert um Trnava eða slóvakíska boltann en eftir að ég kynnti mér klúbbinn og deildina þá komst ég að því að Trnava er mjög stórt félag hérna úti, spilar á 20 þúsund manna velli og var í Evrópudeildinni tímabilið 2018/19 þannig að eftir að ég kynnti mér félagið þá varð þetta mjög spennandi verkefni."

20 þúsund manna leikvangur, eru fjöldatakmarkanir á vellina í Slóvakíu?

„Fyrstu leikirnir í mótinu voru spilaðir með einhverjum áhorfendatakmörkunum, held að það hafi verið á þá leið að liðin máttu selja í helming sætanna á vellinum. Núna hefur covidstaðan versnað og nú mega að hámarki þúsund manns mæta á leikina."

Var Brirkir einhvern tímann áður nálægt því að fara erlendis og spila?

„Nei í rauninni ekki. Ég fór á tvær reynslur þegar ég var yngri og svo hafa verið einhverjar þreifingar hér og þar en ég held að það hafi aldrei náð neinum hæðum."

Bjartsýnn á fleiri mínútur - Klárlega skref upp á við
Trnava er með sjö stig eftir fimm leiki. Birkir kom inn á í síðasta deildarleik og einnig í síðasta bikarleik. Hvernig hefur fyrsti mánuðurinn verið?

„Fyrsti mánuðurinn hefur verið að flestu leyti mjög fínn. Ég hef verið að koma mér inní hlutina hérna og aðlagast nýju liði og liðsfélögum. Í fullkomnum heimi væri ég búinn að koma meira við sögu en ég hef komið inn af bekknum í síðustu tveimur leikjum og er bjartsýnn á fleiri mínútur á næstunni."

Hvernig finnst Birki styrkleikinn á deildinni vera miðaður við Pepsi Max-deildina?

„Þetta er atvinnumannadeild og er allavega umhverfið hérna hjá Trnava mjög fagmannlegt. Deildin er sterkari en ég bjóst við, það eru nokkur lið hérna sem eru mjög sterk til dæmis Dunejska Streda sem var að spila við FH í Evrópudeildinni og Slovan Bratislava sem voru í Evrópudeildinni á síðasta tímabili þannig að mín fyrsta upplifun af deildinni hérna er klárlega að þetta sé skref upp á við."

Næsti leikur Trnava er gegn Slovan Bratislava á útivelli á morgun.

„Tel að mín framtíð sé bakvörðurinn"
Birkir hefur leikið sem hægri bakvörður með HK undanfarin ár en einhver umræða hefur verið um að hann geti einnig leyst miðvarðarstöðuna vel. Er Birkir opinn fyrir því að spila báðar stöður?

„Ég spilaði miðvörðinn í yngri flokkunum og yngri landsliðunum en síðustu 3-4 ár hef ég nánanst bara spilað sem bakvörður og finn mig vel þar. Það er fínt að geta leyst miðvörðinn en ég tel að mín framtíð sé bakvörðurinn."

Vonast til að vera í myndinni fyrir næsta verkefni
Hægri bakvörðurinn á að baki tvo U21 árs landsleiki sem komu báðir árið 2018. Birkir var ekki í hópnum þegar Ísland mætti Svíþjóð síðastliðinn föstudag.

„Ég var ekki inn í myndinni fyrir þetta verkefni sem er svo sem skiljanlegt þar sem ég var ekki að spila með Trnava síðustu vikurnar fyrir þennanan leik. En ég vona að ég verði inn í myndinni fyrir leikina í haust," sagði Birkir að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Birkir Valur Jónsson (HK)
Athugasemdir
banner
banner