Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales, sat fyrir svörum á fréttamannafundi á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Wales mætir Íslandi í Þjóðadeildinni á vellinum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45.
Eitt af því sem Bellamy var spurður út í var George Baldock sem lést á heimili sínu í Grikklandi á miðvikudagskvöld. Baldock lék lengst af á ferli sínum á Englandi og lengi vel með Sheffield United. Margir leikmenn velska liðsins spiluðu á móti honum.
Eitt af því sem Bellamy var spurður út í var George Baldock sem lést á heimili sínu í Grikklandi á miðvikudagskvöld. Baldock lék lengst af á ferli sínum á Englandi og lengi vel með Sheffield United. Margir leikmenn velska liðsins spiluðu á móti honum.
„Það var erfitt að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta voru virkilega sorglegar fréttir og fyrstu hugsanir fara til fjölskyldu hans," sagði Bellamy í gær. Hann nefndi að hann hefði nýlega hitt Sam Baldock, bróður George, á leik á Englandi.
„Margir leikmenn okkar hafa spilað á móti George og auðvitað höfum við leikmenn sem hafa spilað með honum og verið nálægt honum í nokkur ár. Við erum líka með starfsfólk sem hefur unnið með honum í nokkur ár."
„Við höfum rætt við leikmennina okkar og stuðningsnetið hér hjá sambandinu er gott. Við ræddum málin í morgun."
„Ég elska fótbolta en hann er ekki það mikilvægasta. Hann er það raunverulega ekki. Vellíðan leikmannanna er mikilvægust og þar var hugur minn og hann er þar núna."
„Ég mun tala við einn eða tvo leikmenn aftur. Það að þeir séu í lagi er það mikilvægasta við svona erfiðar aðstæður," sagði Bellamy.
Athugasemdir