Allir leikmenn ítalska undir 21 árs landsliðsins fóru í skimun í gær og enginn af þeim reyndist vera með Covid-19. Þeir eru því klárir í bátana í leikinn gegn Íslandi hér á landi á fimmtudaginn kemur.
Þessum leik var frestað í síðasta mánuði vegna ferðabanns en þá reyndust tveir leikmenn ítalska liðsins vera með veiruna.
Leikurinn fer fram klukkan 13:15 á fimmtudaginn en Ítalía er á toppi riðilsins sem stendur.
Ísland er í fjórða sæti en með sigri getur Ísland farið á toppinn í þessum hnífjafna riðli.
Athugasemdir