Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 12. janúar 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólíklegt að Bailly fari frá Man Utd
Mynd: EPA
Það er talið ólíklegt að Eric Bailly sé á förum frá Manchester United í janúar. Hann hefur verið orðaður við AC Milan en ítalska félagið vill fá Fílbeinstrendinginn á láni. Frá þessu er sagt á Sky Sports

Samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu væri Bailly spenntur fyrir því að fara til Milan.

Ítalska félagið er í leit að miðverði og hefur einnig áhuga á Abdou Diallo hjá PSG og Sven Botman frá Lille.

Bailly hefur komið við sögu í alls sjö leikjum hjá Manchester United á tímabilinu.
Athugasemdir