Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   mið 12. febrúar 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Marcelino stjóri AC Milan á næsta tímabili?
Marcelino, fyrrum þjálfari Valencia, er sagður vera líklegastur til að taka við þjálfun AC Milan á næsta tímabili.

Ítalskir fjölmiðlar segja að æðstu menn félagsins séu ekki sammála um hver eigi að taka við stjórnartaumunum.

Stefano Pioli er stjórinn en talið er að hann muni ekki vera lengur í starfi en út tímabilið.

La Gazzetta dello Sport telur að það eina sem gæti bjargað Pioli sé að vinna ítalska bikarinn eða ná fjórða sætinu og komast í Meistaradeildina.

Hinn 54 ára Marcelino er sagður hafa fundað með Paolo Maldini og Zvonimir Boban.

La Gazzetta segir að Ralf Rangnick og Massimiliano Allegri séu einnig á blaði. Allegri er einnig orðaður við endurkomu Juventus en Maurizio Sarri fór á krísufund eftir tapleik um helgina.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 15 10 0 5 16 8 +8 30
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner
banner