Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 12. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum allir mjög spenntir. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Þetta er það eina sem við höfum hugsað um síðustu vikur og mánuði," segir Ingvar Jónsson, markvörður Víkings. Ingvar ræddi við Fótbolta.net á hóteli Víkings í Helsinki.

Á morgun verður fyrri viðureign Víkings og Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Óhætt er að segja að þetta sé stærsta verkefni sem íslenskt félagslið hefur tekist á við.

„Þetta hefur verið sérstakur undirbúningur, við fengum smá frí og svo hafa leikirnir á Íslandi ekki verið við neitt sérstakar aðstæður veðurfarslega séð. Þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi ekki verið frábærar hafa menn lítið kvartað, bara keyrt þetta áfram og allir gríðarlega spenntir að fara í þessa tvo leiki."

Þrátt fyrir að Víkingur sé að skrifa söguna í íslenskum fótbolta með því að ná svona langt þá eru leikmenn í hópnum með mikla reynslu af því að spila leiki af þessari stærðargráðu.

„Það er gríðarleg reynsla í þessu liði og við höfum farið í gegnum þetta allt saman. Það vita allir að Panathinaikos er sigurstranglegra liðið en við höfum engu að tapa og ætlum að gefa allt í þetta."

„Síðustu daga hafa verið margir fundir og við skoðað þá gríðarlega vel. Við vitum að þeir hafa gríðarleg gæði en það er allt hægt í þessu ef við spilum alvöru varnarleik."

Í viðtalinu ræðir Ingvar nánar um leik morgundagsins, möguleika Víkings, fjarveru leikmanna og þjálfaraskiptin eftir að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni.
Athugasemdir
banner