Arsenal vill tyrkneska stjörnu - Liverpool og Man Utd skoða miðjumenn á Ítalíu - Modric á förum frá Real Madrid?
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Heimir: Leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
Völsungur áfram í bikarnum - „Ekki var þetta fallegt"
Einbeitingin hjá Augnabliki fer á deildina: „Er það ekki klassíkin?"
Jóhann Birnir: Fagmannlega gert hjá okkur
Nik: Krossum fingur að hún geti spilað í sumar
Kristján Guðmunds: Fundum það bara strax og leikurinn byrjaði
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
   mið 12. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum allir mjög spenntir. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Þetta er það eina sem við höfum hugsað um síðustu vikur og mánuði," segir Ingvar Jónsson, markvörður Víkings. Ingvar ræddi við Fótbolta.net á hóteli Víkings í Helsinki.

Á morgun verður fyrri viðureign Víkings og Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Óhætt er að segja að þetta sé stærsta verkefni sem íslenskt félagslið hefur tekist á við.

„Þetta hefur verið sérstakur undirbúningur, við fengum smá frí og svo hafa leikirnir á Íslandi ekki verið við neitt sérstakar aðstæður veðurfarslega séð. Þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi ekki verið frábærar hafa menn lítið kvartað, bara keyrt þetta áfram og allir gríðarlega spenntir að fara í þessa tvo leiki."

Þrátt fyrir að Víkingur sé að skrifa söguna í íslenskum fótbolta með því að ná svona langt þá eru leikmenn í hópnum með mikla reynslu af því að spila leiki af þessari stærðargráðu.

„Það er gríðarleg reynsla í þessu liði og við höfum farið í gegnum þetta allt saman. Það vita allir að Panathinaikos er sigurstranglegra liðið en við höfum engu að tapa og ætlum að gefa allt í þetta."

„Síðustu daga hafa verið margir fundir og við skoðað þá gríðarlega vel. Við vitum að þeir hafa gríðarleg gæði en það er allt hægt í þessu ef við spilum alvöru varnarleik."

Í viðtalinu ræðir Ingvar nánar um leik morgundagsins, möguleika Víkings, fjarveru leikmanna og þjálfaraskiptin eftir að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni.
Athugasemdir
banner