Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mið 12. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum allir mjög spenntir. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Þetta er það eina sem við höfum hugsað um síðustu vikur og mánuði," segir Ingvar Jónsson, markvörður Víkings. Ingvar ræddi við Fótbolta.net á hóteli Víkings í Helsinki.

Á morgun verður fyrri viðureign Víkings og Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Óhætt er að segja að þetta sé stærsta verkefni sem íslenskt félagslið hefur tekist á við.

„Þetta hefur verið sérstakur undirbúningur, við fengum smá frí og svo hafa leikirnir á Íslandi ekki verið við neitt sérstakar aðstæður veðurfarslega séð. Þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi ekki verið frábærar hafa menn lítið kvartað, bara keyrt þetta áfram og allir gríðarlega spenntir að fara í þessa tvo leiki."

Þrátt fyrir að Víkingur sé að skrifa söguna í íslenskum fótbolta með því að ná svona langt þá eru leikmenn í hópnum með mikla reynslu af því að spila leiki af þessari stærðargráðu.

„Það er gríðarleg reynsla í þessu liði og við höfum farið í gegnum þetta allt saman. Það vita allir að Panathinaikos er sigurstranglegra liðið en við höfum engu að tapa og ætlum að gefa allt í þetta."

„Síðustu daga hafa verið margir fundir og við skoðað þá gríðarlega vel. Við vitum að þeir hafa gríðarleg gæði en það er allt hægt í þessu ef við spilum alvöru varnarleik."

Í viðtalinu ræðir Ingvar nánar um leik morgundagsins, möguleika Víkings, fjarveru leikmanna og þjálfaraskiptin eftir að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni.
Athugasemdir
banner