Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 12. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum allir mjög spenntir. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Þetta er það eina sem við höfum hugsað um síðustu vikur og mánuði," segir Ingvar Jónsson, markvörður Víkings. Ingvar ræddi við Fótbolta.net á hóteli Víkings í Helsinki.

Á morgun verður fyrri viðureign Víkings og Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Óhætt er að segja að þetta sé stærsta verkefni sem íslenskt félagslið hefur tekist á við.

„Þetta hefur verið sérstakur undirbúningur, við fengum smá frí og svo hafa leikirnir á Íslandi ekki verið við neitt sérstakar aðstæður veðurfarslega séð. Þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi ekki verið frábærar hafa menn lítið kvartað, bara keyrt þetta áfram og allir gríðarlega spenntir að fara í þessa tvo leiki."

Þrátt fyrir að Víkingur sé að skrifa söguna í íslenskum fótbolta með því að ná svona langt þá eru leikmenn í hópnum með mikla reynslu af því að spila leiki af þessari stærðargráðu.

„Það er gríðarleg reynsla í þessu liði og við höfum farið í gegnum þetta allt saman. Það vita allir að Panathinaikos er sigurstranglegra liðið en við höfum engu að tapa og ætlum að gefa allt í þetta."

„Síðustu daga hafa verið margir fundir og við skoðað þá gríðarlega vel. Við vitum að þeir hafa gríðarleg gæði en það er allt hægt í þessu ef við spilum alvöru varnarleik."

Í viðtalinu ræðir Ingvar nánar um leik morgundagsins, möguleika Víkings, fjarveru leikmanna og þjálfaraskiptin eftir að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni.
Athugasemdir
banner
banner