Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. maí 2021 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík fær belgískan unglingalandsliðsmann (Staðfest)
Lengjudeildin
Lauren Symons.
Lauren Symons.
Mynd: Grindavík
Grindavík var að klófesta belgíska framherjann Laurens Symons rétt fyrir gluggalok.

Symons er uppalinn hjá Lokeren en kemur til Grindavík á láni frá Mechelen, sem er belgískt úrvalsdeildarfélag.

Hann á að baki 11 leiki með yngri landsliðum Belgíu þar sem hann hefur skorað þrjú mörk. Symons er aðeins 19 ára gamall.

„„Það er mjög ánægjulegt að fá þennan ungan leikmann til liðs við okkur. Laurens er mjög tæknilega góður leikmaður sem ég tel að geti hjálpað okkur í sumar. Það er alveg ljóst að hann er með mjög góðan grunn og með auga fyrir mörkum,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.

Symons er kominn með leikheimild hjá Grindavík og verður í leikmannahópi Grindavíkur gegn Þór Akureyri í Lengjudeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner