Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekið nokkur met af Eiði Smára - Fær langan tíma til að hugsa
Alexander Rafn Pálmason.
Alexander Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Rafn Pálmason, ungur leikmaður KR, hefur á undanförnum misserum bætt ýmis met í Bestu deildinni.

Alexander, sem skoraði þrennu í Mjólkurbikarnum á dögunum, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild um liðna helgi. Hann bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta fótboltamanns í sögu Íslands.

Alexander hefur reyndar í heildina tekið fjögur met sem Eiður Smári átti en Vísir vekur athygli á þessu.

Alexander varð í fyrra yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild er hann spilaði 14 ára gamall á móti ÍA. Hann varð svo yngsti leikmaðurinn til að byrja og skora gegn ÍBV núna á laugardag. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn til að gefa stoðsendingu í leik gegn HK í fyrra.

Þetta eru allt met sem Eiður Smári átti á einhverjum tímapunkti en þau eru núna öll í eigu Alexanders Rafns.

Alexander, sem er sonur Pálma Rafns Pálmasonar, er gríðarlega efnilegur leikmaður sem mun líklega fara erlendis um leið og hann hefur aldur til þess. Stór félög í Evrópu eru að fylgjast náið með honum.

„Ég er aðeins farinn að hugsa, það er kominn áhugi frá nokkrum félögum. Ég er heppinn að fá alveg langan tíma til að hugsa næsta skref, er ekki ennþá búinn að ákveða mig, en það eru nokkrir líklegir áfangastaðir. Það er mikilvægt að velja rétt," sagði Alexander við Fótbolta.net á dögunum en hann er stuðningsmaður Arsenal.
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Athugasemdir
banner
banner
banner