Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 12. júlí 2020 16:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lögreglan búin að handtaka 12 ára strák vegna rasískra ummæla
Leikmenn krjúpa fyrir hvern leik til að sýna samstöðu vegna rasisma.
Leikmenn krjúpa fyrir hvern leik til að sýna samstöðu vegna rasisma.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að lögreglan í Vestur-Miðlöndum á Englandi hafi handtekið ungan dreng.

Tólf ára strákur hefur verið handtekinn vegna rasískra ummæla sem hann skrifaði til Wilfried Zaha, leikmanns Crystal Palace, á Instagram.

Skilaboðin voru send um helgina til Zaha og hóf Aston Villa ásamt lögreglunni tafarlaust leit að því hver væri á bakvið skilaboðin. Skilaboðin eða athugasemdin kom frá falseikningi sem gaf í skyn að notandi væri Aston Villa stuðningsmaður. Nú hefur tólf ára drengur verið handekinn vegna þeirra.

Sjá einnig:
Stuðningsmaður Villa á fyrir höndum lífstíðarbann fyrir rasísk skilaboð - „Ógeðsleg hegðun"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner