Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 12. ágúst 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Kompany lætur sína menn borða íslenskt skyr
Mynd: Kristján Bernburg
Vincent Kompany, fyrrum varnarmaður Manchester City, tók í sumar við þjálfun Anderlecht en hann er spilandi þjálfari hjá liðinu.

Kompany hugar mikið að mataræði leikmanna og hann er hrifinn af íslenska skyrinu.

Á dögunum dvaldi lið Anderlecht á sama hóteli og knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg fór fram.

Þar lét Kompany sína menn borða vel af skyri en hann hrífst af því þar sem það er fitulítið.

Í Belgíu er skyrið selt eftir íslenskri uppskrift og rækilega merkt Íslandi eins og sjá má hér til hliðar.

Að sögn Kristjáns Bernburg hafði Kompany talsvert fyrir því að láta starfsfólk hótelsins koma skyrinu til Anderlecht manna og ljóst að hann er ánægður með vöruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner