Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 12. september 2022 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Arnar útilokar ekki eitt né neitt - „Ansi margir dagar sem maður er einn"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA hefur náð eftirtektaverðum árangri í sumar undir stjórn Arnars Grétarssonar en samningur hans við félagið rennur út af því loknu.


Arnar hefur starfað sem þjálfari KA í rúm tvö ár en ekkert hefur verið rætt um framlengingu á samningi hans við félagið þrátt fyrir frábæran árangur í ár. Liðið er í hörku baráttu um Evrópusæti og komst í undan úrslit bikarsins.

Arnar ræddi málin við fréttastofu Stöðvar 2.

„Ég er fenginn hingað til að þjálfa liðið, ekki að stjórna hvernig félagið er rekið. Það er þeirra að gera þessa hluti," sagði Arnar aðspurður hvort það væri ekki skrítið að hann hafi ekki fengið samningstilboð.

„Mér hefur liðið vel hérna í þessi rúm tvö ár sem ég hef verið hérna. Ég ætla ekki að útiloka eitt né neitt, ég ætla sjá hvernig landið liggur. Ég veit að fjölskyldan tosar mig suður, það verður að segjast alveg eins og er að það eru ansi margir dagar sem maður er einn hér þegar fjölskyldan er fyrir sunnan," sagði Arnar.

„Að því sögðu er ég ekki búinn að útiloka eitt eða neitt. Ég ætla sjá hvað býðst og hvar við endum. Eins og staðan er núna er ég fyrst og fremst að enda í Evrópu og svo skoðum við hvað verður."

Arnar hefur mikið verið orðaður við Val í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner