Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endrick sagður bitur yfir stöðunni
Endrick.
Endrick.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Endrick er ekki sagður sáttur við það hversu fáar mínútur hann hefur fengið með Real Madrid til þessa.

Endrick gekk í raðir Real Madrid í sumar frá Palmeiras í heimalandinu. Félagaskiptin höfðu legið lengi í loftinu en Endrick er ein mesta vonarstjarna Brasilíu.

Endrick hefur ekki verið í mjög stóru hlutverk í byrjun tímabilsins þar sem sóknarlína Madrídinga er gríðarlega vel mönnuð.

AS segir frá því í dag að Endrick sé bitur yfir fáum mínútum en hann er þó sagður skilja hlutverk sitt í liðinu með allar þessar stjörnur fyrir framan sig.

Endrick, sem er 18 ára, hefur spilað níu mínútur á þessu tímabili en hann er nú þegar búinn að gera eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner