Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 13:30
Kári Snorrason
Meiðslalisti Villa lengist - Tielemans frá í tvo mánuði
Tielemans er lykilmaður Villa.
Tielemans er lykilmaður Villa.
Mynd: EPA
Búist er við að Youri Tielemans, miðjumaður Aston Villa, verði frá í um tvo mánuði eftir að hafa meiðst í ökkla í leik liðsins gegn Newcastle um helgina.

Meiðsli hafa herjað á miðjumenn liðsins en fyrirliðinn John McGinn meiddist á hné í síðustu viku og er búist við að hann verði frá í um sex vikur.

Þá er talið að Boubacar Kamara verði ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa meiðst á hné í leik gegn Tottenham fyrr í mánuðinum.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, horfir til þess að styrkja miðjuna í kjölfar meiðsla leikmannana. Douglas Luiz er sagður líklegur til að snúa aftur til Birmingham frá Juventus á næstu dögum.
Athugasemdir
banner