Sigurður Bjartur með umboðsmanni sínum, Ólafi Garðarssyni. Á myndinni eru einnig þeir Alejandro Perez Robles og Tiago Lenho sem eru í lykilhlutverkum á bakvið tjöldin hjá spænska félaginu.
Sigurður Bjartur Hallsson hefur verið seldur frá FH til spænska félagsins AD Merida sem er í C-deildinni.
Sigurður Bjartur er 26 ára framherji sem skoraði sextán mörk í Bestu deildinni á síðasta tímabili og endaði sem næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar.
Sigurður Bjartur er 26 ára framherji sem skoraði sextán mörk í Bestu deildinni á síðasta tímabili og endaði sem næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar.
Hann hefur verið orðaður í burtu frá FH síðustu viku og er nú mættur til Spánar. Hann gekk í raðir FH frá KR fyrir tímabilið 2023. Áður hafði hann leikið með Grindavík.
Sigurður Bjartur fær treyju númer níu og gerir samning sem gildir fram á sumarið 2028 með möguleika á eins árs framlengingu.
Merida situr í 11. sæti í riðli 1 í spænsku C-deildinni, Primera RFEF deildinni, fjórum stigum frá umspilssæti þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað.
Best Intentions Analytics (BIA), sem á enska úrvalsdeildarfélagið Brentford, keypti AD Merida fyrir tæpu ári síðan. Merida er í vesturhluta Spánar, ekki svo langt frá landamærunum við Portúgal.
Athugasemdir




