Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   þri 27. janúar 2026 17:55
Ívan Guðjón Baldursson
Tammy Abraham kominn til Aston Villa (Staðfest)
Abraham er með 3 mörk í 11 A-landsleikjum fyrir England.
Abraham er með 3 mörk í 11 A-landsleikjum fyrir England.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Aston Villa er búið að staðfesta félagaskipti Tammy Abraham til félagsins úr röðum Besiktas.

Besiktas gekk í dag frá kaupum á Tammy Abraham frá AS Roma fyrir um 13 milljónir evra. Abraham hefur verið í miklu stuði á lánssamningi hjá Besiktas svo félagið hefur samþykkt að selja hann beint áfram til Aston Villa fyrir rúmar 20 milljónir.

Abraham er 28 ára gamall og kominn með 13 mörk í 26 leikjum með Besiktas á tímabilinu. Hann er að ganga til liðs við Aston Villa í annað sinn eftir að hafa gert frábæra hluti hjá félaginu á lánssamningi tímabilið 2017-18. Hann hjálpaði Villa að taka sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á erfiðum tímapunkti fyrir félagið.

Abraham hefur spilað fyrir Chelsea, Roma og Milan, auk Besiktas, frá því að hann var síðast hjá Aston Villa.

Unai Emery vildi fá stóran framherja til að auka breiddina í sóknarleiknum eftir að hafa misst Donyell Malen til AS Roma.

Abraham gerir fjögurra og hálfs árs samning sem gildir til sumarsins 2030.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Villa kaupir inn í janúar eftir Alysson og Brian Madjo. Þá er Leon Bailey kominn aftur eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Roma.

Villa er óvænt í titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni með 46 stig eftir 23 umferðir, fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal. Liðið er auk þess búið að tryggja sér sæti meðal átta efstu liða í deildarkeppni Evrópudeildarinnar.

   23.01.2026 18:00
Eru að ganga frá kaupum á Tammy Abraham



Athugasemdir
banner
banner