Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   þri 27. janúar 2026 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekroth blæs á sögusagnir: Ekkert pælt í því
Lyfti skildinum í annað sinn síðasta haust.
Lyfti skildinum í annað sinn síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla á fjórum tímabilum á Íslandi.
Hefur unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla á fjórum tímabilum á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth hefur í vetur verið orðaður við endurkomu til Svíþjóðar eftir fjögur tímabil á Íslandi. Ekroth er fyrirliði Íslandsmeistaranna í Víkingi og hefur verið í lykilhlutverki frá komu sinni frá Degerfors fyrir tímabilið 2022.

Ekroth er 34 ára Svíi sem er á lokaári samningsins í Víkinni. Fótbolti.net fjallaði um Ekroth í desember en þá voru sögur í heimalandinu að hann gæti haldið heim eftir fjögurra ára veru á Íslandi. Fótbolti.net hafði þá samband við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, og hann sagðist ekki haf fengið neitt inn á sitt borð varðandi Ekroth.

Á sunnudag sagði Albert Brynjar Ingason frá því í Dr. Football að hann hefði heyrt úr þremur mismunandi áttum að Ekroth væri kominn með heimþrá. „Eftir að þriðji aðilinn laumaði þessu að mér hugsaði ég að við þyrftum aðeins að ræða þetta (í þættinum)," sagði Albert í þættinum.

Fótbolti.net hafði samband við Ekroth í dag.

„Fólk hefur sagt mér frá því að það hafi heyrt þessar sögusagnir, en það verða alltaf einhverjar sögusagnir og það er enginn sannleikur í þessum. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þetta ætti að koma því ég hef ekkert pælt í því að fara heim," segir Ekroth.

Eru einhver samtöl um framlengingu á samningi?

„Ekkert sem ég hef heyrt og það er ekkert stress varðandi það. Vetrarglugginn er opinn og við vitum ekki hvort einhver fer eða kemur inn. Ég held að einbeitingin sé á því núna."

„Einbeitingin mín er á komandi tímabili. Það er stórt tímabil framundan, Evrópa og titilvörn sem ég er mjög spenntur fyrir,"
segir varnarjaxlinn.
Athugasemdir
banner
banner