Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmót kvenna: Valur og Víkingur í úrslit
Kvenaboltinn
Mynd: Valur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Víkingur
Undanúrslit Reykjavíkurmóts kvenna fóru fram í kvöld þar sem stórveldi Vals og Víkings R. tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum.

Valur lagði Þrótt R. að velli eftir ótrúlega mikla dramatík þar sem Kayla Rollins skoraði fyrsta mark leiksins á þrettándu mínútu.

Hún náði forystunni fyrir Þrótt sem hélt henni allt þar til í uppbótartíma seinni hálfleiks. Þegar Þróttarar héldu að þær væru að tryggja sér sæti í úrslitum náði Margrét Brynja Kristinsdóttir að gera jöfnunarmark á 93. mínútu.

Leikurinn fór því í vítaspyrnukeppni og þar var enn meiri dramatík þar sem hverri spyrnunni var klúðrað fætur annarri. Valur stóð þó uppi sem sigurvegari með 2-1 sigri í vítakeppninni.

Vert er að taka fram að ekki koma neinar upplýsingar úr vítakeppninni fram í leikskýrslunni á nýrri vefsíðu KSÍ, engar aðrar en að lokatölur leiksins voru 3-2 eftir að liðin skildu jöfn 1-1 í venjulegum leiktíma.

Víkingur R. rúllaði þá yfir Fram í hinum undanúrslitaleiknum þar sem Arna Ísold Stefánsdóttir setti þrennu.

Arna Ísold skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Katrín S. Vilhjálmsdóttir, sem er nýlega gengin til liðs við Fram, minnkaði muninn.

Bergdís Sveinsdóttir setti síðasta markið fyrir leikhlé svo staðan var 3-1 fyrir Víkinga sem áttu bara eftir að bæta við í síðari hálfleiknum.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir komst á blað áður en Arna fullkomnaði þrennuna sína og svo setti Bergdís síðasta mark leiksins.

Lokatölur urðu því 6-1 fyrir Víking R.

Valur 1 - 1 Þróttur R.
0-1 Kayla Marie Rollins ('13)
1-1 Margrét Brynja Kristinsdóttir ('93)
2-1 eftir vítaspyrnukeppni

Víkingur R. 6 - 1 Fram
1-0 Arna Ísold Stefánsdóttir ('14)
2-0 Arna Ísold Stefánsdóttir ('26)
2-1 Katrín S. Vilhjálmsdóttir ('30)
3-1 Bergdís Sveinsdóttir ('33)
4-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('64)
5-1 Arna Ísold Stefánsdóttir ('74)
6-1 Bergdís Sveinsdóttir ('94)
Athugasemdir
banner
banner
banner