Spænski landsliðsmaðurinn Nico Williams hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar á þessu tímabili vegna nárameiðsla.
Þessi 23 ára leikmaður hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar í 22 leikjum fyrir Athletic Bilbao á tímabilinu.
Þessi 23 ára leikmaður hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar í 22 leikjum fyrir Athletic Bilbao á tímabilinu.
Þrátt fyrir álagsstýringu hefur hann ekki náð að losa sig við meiðslin og hann verður ekki í hóp gegn Sporting Lissabon í mikilvægum Meistaradeildarleik á morgun.
Marca segir að Williams og læknateymi Athletic séu að skoða alla möguleika, meðal annars aðgerð. Ef hann fer í aðgerð verður hann frá í að minnsta kosti tvo mánuði en það gæti lengst upp í þrjá eða fjóra mánuði.
Þá myndi hann snúa aftur rétt fyrir HM 2026 en mögulega yrði aðgerð eini möguleikinn til að bjarga þátttöku á mótinu.
Williams var einn besti leikmaðurinn á EM 2024 en eitt helsta vopn Spánverja, sem unnu mótið, var samvinna hans og Lamine Yamal.
Athugasemdir



