Fyrr í kvöld var fjallað um það að Böðvar Böðvarsson mætti yfirgefa FH. Böðvar sagði við Fótbolta.net að nýr þjálfari liðsins, Jóhannes Karl Guðjónsson, sæi ekki not fyrir sig í liðinu. Jóhannes Karl tók við sem þjálfari liðsins af Heimi Guðjónssyni eftir tímabilið 2025.
Vinstri bakvörðurinn er uppalinn FH-ingur sem varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu áður en hann hélt út í atvinnumennsku þar sem hann var í sex tímabil áður en hann sneri aftur í Krikann. Hann var varafyrirliði liðsins á síðasta tímabili og átti að taka við fyrirliðabandinu þegar Björn Daníel Sverrisson hætti.
Vinstri bakvörðurinn er uppalinn FH-ingur sem varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu áður en hann hélt út í atvinnumennsku þar sem hann var í sex tímabil áður en hann sneri aftur í Krikann. Hann var varafyrirliði liðsins á síðasta tímabili og átti að taka við fyrirliðabandinu þegar Björn Daníel Sverrisson hætti.
Stuðningsmenn FH hafa látið í sér heyra á samfélagsmiðlum. Magnús Haukur Harðarson, sonur FH goðsagnarinnar Harðar Magnússonar, er allt annað en sáttur við tíðindin.
„Böddi er FH. Sem FH-ingur að þá skammast ég mín. FH er í hafinu á svo mörgum stöðum. Böddi stýrir klefanum og er fyrirmyndin þarna. Leikmenn eru í sjokki," skrifar Magnús á X. Guðlaugur Valgeirsson og Sigurður Bond er á meðal þeirra sem endurbirta færsluna. Guðlaugur skrifar sjálfur:
„Frábært að sjá framkomu aðkomumannsins Jóa Kalla í garð uppalins leikmanns sem átti að taka við fyrirliðabandinu og er með elstu mönnum í liðinu…leikmaður sem gefur alltaf 110% fyrir FH! Helvíti líklegt að þetta fari vel í stuðningsmenn FH."
Böðvar, sem er þrítugur, á tvö ár eftir af samningi sínum við FH.
Frábært að sjá framkomu aðkomumannsins Jóa Kalla í garð uppalins leikmanns sem átti að taka við fyrirliðabandinu og er með elstu mönnum í liðinu…leikmaður sem gefur alltaf 110% fyrir FH! Helvíti líklegt að þetta fari vel í stuðningsmenn FH pic.twitter.com/k3KU4J69ED
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) January 27, 2026
Böddi er FH.
— Max Koala (@Maggihodd) January 27, 2026
Sem FH-ingur að þá skammast ég mín.
FH er í hafinu á svo mörgum stöðum.
Böddi stýrir klefanum og er fyrirmyndin þarna.
Leikmenn eru í sjokki.
Athugasemdir





