Spænska fótboltasambandið fullyrðir að úrslitaleikur HM 2030 fari fram á Spáni.
Mótið 2030 verður haldið í þremur löndum - Spáni, Portúgal og Marokkó.
Þrír leikir á mótinu verða líka spilaðir í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ til að halda upp á að 100 ár verða liðin frá fyrsta mótinu. Það mót var haldið í Úrúgvæ og voru það heimamenn sem báru sigur úr býtum eftir úrslitaleik við Argentínu.
Mótið 2030 verður haldið í þremur löndum - Spáni, Portúgal og Marokkó.
Þrír leikir á mótinu verða líka spilaðir í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ til að halda upp á að 100 ár verða liðin frá fyrsta mótinu. Það mót var haldið í Úrúgvæ og voru það heimamenn sem báru sigur úr býtum eftir úrslitaleik við Argentínu.
Marokkó hafði sóst eftir því að vera með úrslitaleikinn en Rafael Louzan, formaður spænska sambandsins, fullyrðir að leikurinn verði á Spáni. FIFA hefur ekkert staðfest.
Búast má við því að úrslitaleikurinn verði á Bernabeu leikvangi Real Madrid eða Nývangi, heimavelli Barcelona.
Athugasemdir



