Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sveinn Aron lentur í Napólí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hansa Rostock
Sveinn Aron Guðjohnsen er lentur á flugvellinum í Napólí þar sem hann er að ganga til liðs við Cavese sem leikur í þriðju efstu deild.

Sveinn Aron fer til Cavese á frjálsri sölu eftir misheppnaða dvöl hjá Sarpsborg í norska boltanum.

Sveinn Aron er 27 ára gamall og gerði fína hluti með Elfsborg í sænska boltanum sumrin 2022 og 2023 en hefur ekki fundið taktinn síðan.

Cavese er í fallbaráttu í Serie C á Ítalíu og mun Sveinn Aron leika fyrir liðið út tímabilið þar sem hann gerir aðeins skammtímasamning.

Hann þekkir vel til á Ítalíu eftir að hafa leikið fyrir Spezia og Ravenna en hann hefur einnig leikið fyrir Hansa Rostock og Odense á ferli sínum erlendis.

Sveinn Aron er með 2 mörk í 20 A-landsleikjum eftir að hafa verið algjör lykilmaður upp yngri landsliðin.

   27.01.2026 12:26
Sveinn Aron aftur til Ítalíu



Athugasemdir
banner
banner