Aston Villa hefur gengið frá samkomulagi um að fá Douglas Luiz aftur til félagsins, á láni frá Juventus.
Þessi 27 ára brasilíski miðjumaður lék með Villa 2019-2024 og spilaði 204 leiki fyrir félagið áður en hann var seldur til Juventus fyrir 42,5 milljónir punda, meðal annars til að hjálpa Villa að standast fjárhagsreglur.
Það er kærkomið fyrir Villa að fá Luiz núna því meiðsli herja á miðsvæði félagsins; John McGinn, Boubacar Kamara og
Youri Tielemans eru allir meiddir.
Þessi 27 ára brasilíski miðjumaður lék með Villa 2019-2024 og spilaði 204 leiki fyrir félagið áður en hann var seldur til Juventus fyrir 42,5 milljónir punda, meðal annars til að hjálpa Villa að standast fjárhagsreglur.
Það er kærkomið fyrir Villa að fá Luiz núna því meiðsli herja á miðsvæði félagsins; John McGinn, Boubacar Kamara og
Youri Tielemans eru allir meiddir.
Luiz er núna á láni hjá Nottingham Forest en þeim lánssamningi verður rift áður en hann verður lánaður til Villa. Hann byrjaði aðeins fimm úrvalsdeildarleiki fyrir Forest.
Talið er að Villa verði með ákvæði um að geta keypt Luiz alfarið eftir að lánssamningnum lýkur.
Villa er jafnt Manchester City að stigum í 2.-3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðin eru fjórum stigum frá toppliði Arsenal.
Athugasemdir




