Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 19:59
Kári Snorrason
Böddi má finna sér nýtt lið - Jói Kalli sér ekki not fyrir hann
Böðvar Böðvarsson.
Böðvar Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, má róa á önnur mið og ræða við önnur lið. Í samtali við Fótbolta.net segir Böðvar að Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari liðsins, sjái ekki not fyrir sig.

Kristján Óli Sigurðsson greindi frá tíðindunum á X síðu sinni en þar segir hann að Böðvar hafi kvatt liðsfélaga og hafi verið rekinn frá félaginu.

Það er þó ekki rétt og er Böðvar enn leikmaður liðsins þrátt fyrir að honum sé velkomið að yfirgefa félagið.

Fram kom í viðtali við Böðvar í Gula spjaldinu að hann hefði átt að fá það hlutskipti að vera fyrirliði FH eftir að Björn Daníel Sverrisson lagði skóna á hilluna. Böðvar var varafyrirliði liðsins á síðasta tímabili.

Hann hefur einungis leikið með FH hérlendis en hann er uppalinn í félaginu og lék með liðinu áður en hann var seldur út til Póllands 2018. Sex árum síðar sneri hann heim og gekk aftur til liðs við FH.


Athugasemdir
banner
banner