Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 12. nóvember 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Marsch: Liður eins og einhver hafi rifið hjartað úr mér
Jesse Marsch
Jesse Marsch
Mynd: Getty Images
Jesse Marsch, stjóri Leeds, var eðlilega vonsvikinn eftir að lið hans tapaði fyrir Tottenham, 4-3, í síðasta leiknum fyrir HM í Katar.

Rodrigo Bentancur sá til þess að Tottenham tæki öll stigin með því að skora tvö mörk á síðustu tíu mínútunum.

Leeds komst þrisvar sinnum yfir í leiknum en náði ekki að halda forystu og var Marsch óánægður með það.

„Ég er í áfalli. Mér líður eins og einhver hafi rifið hjartað úr mér,“ sagði Marsch eftir tapið.

„Mér fannst við vera með stjórn á leiknum en svo létum við þetta renna okkur úr greipum. Það var augljóslega margt jákvætt því á góðu augnablikunum virðumst við hafa gæði, en á slæmu augnablikunum erum við brothættir og barnalegir.“

„Við vörðumst af kraft og markmiðið var að halda einbeitingu. Við náðum að komast yfir en gáfum það strax frá okkur því við héldum okkur við okkar prinsipp. Ef við getum gert það þá getum við verið gott lið.“

„Strákarnir hafa lagt mikið í andlegu hliðina. Það hafa verið hæðir og lægðir. Við þurfum að þjappa okkur saman, taka þessa pásu og koma til baka og halda áfram að berjast,“
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner