Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. janúar 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Conte spurður um Sanchez: Ég er ekki fáviti eða með heilabilun
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez er snúinn til baka eftri meiðsli sem hann hefur glímt við undanfarið. Sanchez hefur verið á varamannabekknum hjá Inter í tveimur leikjum í röð.

Antonio Conte, stjóri Inter, kaus að nýta ekki krafta Sanchez sem varamann í leikjunum tveimur og setur spurningarmerki við líkamlegt ástand Sanchez.

Inter gerði jafntefli við Atalanta um helgina og var Conte spurður um Sanchez í viðtali eftir leik: „Þið spyrjið um Sanchez, ef leikmenn vilja spila verða þeir að vera í standi til þess. Ég er ekki klikkaður og ég er ekki fáviti eða einstaklingur sem vil meiða sjálfan sig," sagði Conte.

„Ég veit að einn plús einn eru tveir en skoðun sumra er að niðurstaðan verði fimm. Ef ég ákveð að setja einhvern inn á þá hef ég ástæðu fyrir því. Það er ekki eins og ég geri "hara-kiri" eða ég sé með heilabilun," sagði Conte um spurningu blaðamanna.
Athugasemdir
banner
banner