Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. febrúar 2021 08:00
Aksentije Milisic
Arteta skoðar ekki samskiptamiðla - Fjölskyldan varð fyrir aðkasti
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur sagt frá því hvernig hann og hans fjölskylda hafa orðið fyrir aðkasti og fengið hótanir á samskiptamiðlum.

Hann segir að félagið hefur talað við leikmenn Arsenal, vara þá við og gefið ráð um hvernig eigi að höndla það þegar menn verða fyrir aðkasti.

Arteta er einn af fáum þjálfurum sem er með Twitter aðgang en hann segir að hann fari ekki inn á aðganginn lengur. Hann segist ekki skoða samskiptamiðla lengur en ef hann myndi gera það þá myndi það hafa mikil áhrif á hann.

„Ég skoða þetta ekki en þetta myndi hafa mikil áhrif á mig og þá sérstaklega þegar fjölskyldan mín fær hótanir," sagði Arteta.

„Það gerðist og félagið reyndi að gera eitthvað í málinu. Svona er þetta og við verðum að lifa með þessu. Þetta hættir ekki á morgun. En hver veit, með tímanum náum við kannski að gera eitthvað? Það er mitt markmið."

Þá segir Arteta að þetta sé hluti af starfinu og hann sé alls ekki sá eini sem þarf að lifa með þessu.
Athugasemdir
banner
banner