Í síðustu viku voru Fram og Grótta úrskurðuð í félagaskiptabann af FIFA. Fyrr í vikunni var sagt frá því að Fram væri laust úr sínu banni og í dag staðfesti Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, að Grótta væri sömuleiðis laus úr sínu banni
Bannið kom mjög óvænt til og þurfti félögin að óska eftir upplýsingum um hvers vegna þau væru komin í bann. Félögin og KSÍ furðuðu sig á samskiptaleysinu af hálfu FIFA.
Bannið kom mjög óvænt til og þurfti félögin að óska eftir upplýsingum um hvers vegna þau væru komin í bann. Félögin og KSÍ furðuðu sig á samskiptaleysinu af hálfu FIFA.
Brotin voru ekki alvarleg en ef félögin hefðu ekki leyst sín mál hefðu þau verið í félagaskiptabanni í gegnum þrjá félagaskiptaglugga.
Vísir greindi frá því að mál Framara snerist um Venesúelabúann Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers vegna Grótta var sett í bann.
Athugasemdir