Grikkirnir voru allt annað en sáttir þegar Víkingur lagði Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Panathinaikos
Þetta var ansi óvæntur sigur en Víkingar spiluðu frábæran varnarleik og þá var Ingvar Jónsson manna bestur í markinu. Liðið nýtti færin sín virkilega vel og stóð uppi sem sigurvegari.
Það fór mikið í taugarnar á stóru liði Panathinaikos að litla liðið frá Íslandi væri að vinna en það fór hvað mest í taugarnar á Georgios Tzavellas, yfirmanni fótboltamála hjá Panathinaikos. Hann nældi sér í rautt spjald eftir leikinn.
„Hann var alveg trítilóður á bekknum og reif kjaft við allt og alla. Krækti sér í gult spjald í leiknum og svo fékk hann sitt annað gula og þar með rautt fyrir að froðufella eftir leikinn." Skrifaði Elvar Geir Magnússon í skýrsluna um leikinn.
Athugasemdir