Víkingur R. 2 - 1 Panathinaikos
1-0 Davíð Örn Atlason ('13 )
2-0 Matthías Vilhjálmsson ('58 )
2-1 Fitis Ioannidis ('90 , víti)
Lestu um leikinn
1-0 Davíð Örn Atlason ('13 )
2-0 Matthías Vilhjálmsson ('58 )
2-1 Fitis Ioannidis ('90 , víti)
Lestu um leikinn
Víkingur átti frábæran leik þegar liðið mætti Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Víkingur spilaði heimaleik sinn í kvöld í Helsinki þar sem enginn völlur á Íslandi er löglegur í keppninni. Veðrið var svo sannarlega Íslendingum í hag þar sem það var mjög kalt.
Eins og búast mátti við var Panathianikos með yfirhöndina í fyrri hálfleik en vörnin og Ingvar Jónssson í markinu stóðu vaktina hrikalega vel.
Eftir tæplega stundafjórðung náði Víkingur forystunni þegar Davíð Örn Atlason skoraði á opið markið. Aukaspyrna frá Daníel Hafsteinssyni olli miklum ursla inn á teig Panathinaikos, boltinn barst til Davíðs sem skoraði á opið markið.
Daníel var nálægt því að bæta við öðru marki stuttu síðar en skot hans fór rétt framhjá markinu.
Það var svipuð leikmynd í seinni hálfleik og Víkingur bætti öðru markinu við eftir tæplega klukkutíma leik þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði á opið markið.
Panathinaikos fékk sitt langbesta færi til þessa undir lokin þegar Tete átti skot í slá.
Á lokamínútu venjulegs leiktíma fékk Panathinaikos síðan vítaspyrnu. Dómarinn virtist dæma upphaflega hendi á Daníel en það var rangt, hann skoðaði atvikið í VAR og breytti dómnum í brot. Fitis Ioannidis skoraði en Ingvar var hársbreidd frá því að komast í boltann.
Valdimar Þór Ingimundarson var nálægt því að innsigla sigurinn undir lokin þegar hann átti skalla að marki eftir fyrirgjöf frá Danijel Dejan Djuric en Yuri Lodygin, markvörður Panathinaikos, varði virkilega vel og niðurstaðan 2-1 sigur Víkinga.
Athugasemdir