Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   sun 13. apríl 2025 17:56
Sölvi Haraldsson
England: Newcastle vann öruggan sigur á Man Utd
Harvey Barnes skoraði tvö í dag fyrir Newcastle.
Harvey Barnes skoraði tvö í dag fyrir Newcastle.
Mynd: EPA
Newcastle 4 - 1 Manchester Utd
1-0 Sandro Tonali ('24 )
1-1 Alejandro Garnacho ('37 )
2-1 Harvey Barnes ('49 )
3-1 Harvey Barnes ('64 )
4-1 Bruno Guimaraes ('77 )

Newcastle United vann 4-1 sigur á Manchester United á St. James Park í dag. Newcastle situr í 4. sæti deildarinnar sem stendur en Manchester United eru í 14. sæti.

Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn þegar Sandro Tonali braut ísinn eftir 24. mínútna leik en 13 mínútum síðar jafnaði Alejandro Garnacho leikinn. Hálfleikstölur 1-1.

Þegar skammt var liðið af síðari hálfleiknum kom Harvey Barnes heimamönnum yfir. Hann tvöfaldaði síðan forystuna á 64. mínútu með sínu þriðja marki á leiktíðinni.

Það var síðan Bruno Guimaraes sem nelgdi seinasta naglann í kistu Manchester United á 77. mínútu. 4-1 sigur Newcastle United því staðreynd.

Það vakti mikla athygli að tyrkinn Altay Bayindir byrjaði milli stanganna í stað André Onana sem átti skelfilega frammistöðu í liðinni viku gegn Lyon. Tyrkinn átti herfilegan dag á skrifstofunni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner