Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 13. maí 2021 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar ráðlagði Oddi að hætta í marki og hann varð markahæstur í KR
Oddur Ingi er farinn í Grindavík í bili en framtíð hans er í KR að sögn Rúnars Kristinssonar.
Oddur Ingi er farinn í Grindavík í bili en framtíð hans er í KR að sögn Rúnars Kristinssonar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Oddur Ingi Bjarnason kom inná á 56. mínútu fyrir KR í 1 - 1 jafntefli gegn Fylki í gærkvöldi en var svo fyrir miðnættið lánaður til Grindavíkur fram á sumarið. Hann er því löglegur með Grindavík gegn Þór í Lengjudeildinni í kvöld.

Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði við Fótbolta.net eftir leik að Oddur hafi verið markvörður þar til hann hafi ráðlagt honum að skipta um stöðu.

„Við teljum best að Oddur fái leiki í 1. deildinni til að bæta sig en við vitum að hann verður framtíðar leikmaður KR," sagði Rúnar.

„Það eru ekki nema tvö eða þrjú ár síðan hann hætti að vera markvörður. Hann æfði mark þangað til á yngsta ári í 2. flokki. Þá fór hann í senterinn og er að verða betri og betri. Hann á eftir að nýtast vel í framtíðinni."

En hvernig gerðist þetta, var að ráðlegging frá Rúnari sjálfum sem varð til þess að hann fór í sóknina?

„Þjálfarinn sagði að hann yrði aldrei nógu stór til að verða markvörður. Hann kennir mér allavega um það, en hann hætti í marki og fór að spila úti. Fyrsta árið var hann markahæstur í félaginu í öllum yngri flokkum og er búinn að raða inn mörkum alla tíð frá því hann byrjaði og gerði vel með Grindavík í fyrra. Vonandi verður hann enn betri með hjálp Grindavíkur og getur nýst okkur í framtíðinni því við höfum mikla trú á honum."
Rúnar Kristins: Flott taktík hjá þeim og skemmtileg
Athugasemdir
banner
banner
banner