Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   fim 13. maí 2021 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Munar tveimur stigum er tveir leikir eru eftir
Benzema var á skotskónum.
Benzema var á skotskónum.
Mynd: EPA
Real Madrid er enn með í titilbaráttunni á Spáni eftir sigur gegn Granada í kvöld.

Real heimsótti Granada og náði að brjóta ísinn á 17. mínútu þegar Luka Modric skoraði. Brasilíumaðurinn Rodrygo bætti við öðru marki á besta tíma, rétt fyrir leikhlé.

Jorge Molina minnkaði muninn fyrir Granada þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka en Granada komst ekki lengra. Alvaro Odriozola og Karim Benzema skoruðu mörk þrjú og fjögur fyrir gestina og lokatölur 1-4.

Real er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Atletico þegar tvær umferðir eru eftir. Granada er um miðja deild.

Í öðrum leikjum dagsins á Spáni, þá gerði botnlið Eibar jafntefli við Betis og Villarreal lagði Valladolid að velli. Fallbaráttan er einnig mjög spennandi en stöðutöfluna í deildinni má sjá hér að neðan.

Eibar 1 - 1 Betis
0-1 Andres Guardado ('4 )
1-1 Sergi Enrich ('83 )

Granada CF 1 - 4 Real Madrid
0-1 Luka Modric ('17 )
0-2 Rodrygo ('45 )
1-2 Jorge Molina ('71 )
1-3 Alvaro Odriozola ('75 )
1-4 Karim Benzema ('76 )

Valladolid 0 - 2 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('68 )
0-2 Etienne Capoue ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
11 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner