Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. júní 2021 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan fær miðjumann með níu A-landsleiki fyrir Danmörku (Staðfest)
Í leik með danska landsliðinu.
Í leik með danska landsliðinu.
Mynd: EPA
Stjarnan hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi Max-deildarinnar.

Félagið er búið að semja við danska miðjumanninn Casper Sloth.

Sloth er 29 ára gamall miðjumaður með feril sem á ekki alveg heima í Pepsi Max-deildinni, ef satt skal segja. Hann hefur hins vegar mikið verið meiddur að undanförnu.

Hann er uppalinn hjá AGF en fór svo til Leeds á Englandi. Sloth hefur einnig spilað með AaB, Silkeborg, Motherwell, Notts County og síðast Helsingør.

Sloth var mikið efni á sínum tíma og á hann níu A-landsleiki að baki fyrir Danmörku.

Hann verður löglegur með Stjörnunni þegar félagaskiptaglugginn opnar í næsta mánuði, 1. júlí. Stjarnan vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni í gær - gegn Val - og er núna í tíunda sæti með sex stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner