Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 13. júní 2022 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur: Kom mér jafnmikið á óvart og öðrum
Jón Dagur að skalla boltann í net Ísraelsmanna
Jón Dagur að skalla boltann í net Ísraelsmanna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum drullusvekktir að hafa ekki náð að klára þetta. Við vorum flottir og ég held að það hafi bara vanta herslumunin bæði í varnar og sóknarleiknum. Við fengum á okkur tvö mörk en ég reyndar veit ekki hvort það var mark það seinna en við hefðum mátt pota inn einu tveimur mörkum, fengum hörkufæri en vantaði upp á að drepa leikinn. “ Sagði Jón Dagur Þorsteinsson um það hvernig hann mæti leikinn í viðtali við Sæbjörn Steinke eftir 2-2 jafntefli Íslands gegn Ísrael á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Leikurinn var sá þriðji í Þjóðardeildinni í þessum óvenju langa glugga. En hvernig metur Jón eigin frammistöðu í honum? Er hann ánægður?

„Já kannski ánægður með mörkin og allt það en svolítið kaflaskipt hjá mér en auðvitað er það bara partur af því að spila mikið af leikjum. Þú ert aldrei að fara að spila einhverja þrjá hörkuleiki. Þetta snýst meira um að fara eftir leikskipulagi og djöflast, svo kemur hitt.“

Jón Dagur skoraði laglegt mark með skalla í leiknum eftir að löngu innkasti var flikkað á hann úr teignum. Teiknað upp fyrirfram og átti hann að vera þarna?

„Já það hlýtur að vera, nei ég get nú ekki sagt það. Þetta kom mér jafnmikið á óvart og öðrum en ég átti að vera þarna og reyna að djöflast í seinni boltanum og það virkaði bara flott. “

Seinna mark Ísrael var dæmt eftir VAR skoðun en menn eru ekki allir sammála um hvort boltinn hafi verið inni og hvort það hafi hreinlega verið mögulegt fyrir dómara leiksins að sjá það úr þeim myndavélum sem í boði voru á vellinum. En hvernig var biðin á vellinum á meðan atvikið var skoðað?

„Ég skildi ekki hvernig hann gat verið inni. fattaði aldrei að það væri möguleiki á marki og vissi ekki hvað þeir voru að athuga, hvort það væri mark eða víti þannig að hún var mjög skrýtin,“

Allt viðtalið við Jón Dag má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner