Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 13. júní 2024 08:41
Elvar Geir Magnússon
Batt enda á sögusagnirnar og skrifaði undir
Kerr verður áfram hjá Chelsea.
Kerr verður áfram hjá Chelsea.
Mynd: EPA
Sam Kerr, ein besta fótboltakona heims, hefur skrifað undir nýjan samning við Chelsea og er nú bundin félaginu til 2026.

Gamli samningur ástralska framherjans átti að renna út í sumar og það voru sögusagnir að hún væri á förum frá Lundúnafélaginu eftir fjögur hálft ár.

Þessi undirskrift Kerr eru gleðifréttir fyrir Soniu Bompastor sem er tekin við stjórnartaumunum hjá Chelsea af Emmu Hayes sem lét af störfum til að taka við bandaríska landsliðinu.

Kerr er að jafna sig af liðbandameiðslum sem hún hlaut í janúar en hún mun missa af Ólympíuleikunum í París.

Chelsea hefur unnið tíu titla síðan Kerr kom til félagsins, deildina fimm ár í röð, FA-bikarinn þrisvar og deildabikarinn tvisvar. Þá hefur Kerr hlotið gullskóinn í tvígang og var í öðru sæti í Ballon d'Or í fyrra.

Í mars var Kerr ákærð fyrir að hafa verið með kynþáttafordóma í garð lögreglumanns. Hún neitar sök en málið verður tekið fyrir í febrúar á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner