Willy Kambwala miðvörður Manchester United er á leið til spænska félagsins Villarreal.
Fabrizio Romano greinir frá þessu en hann segir að kaupverðið sé 10 milljónir evra. Hann mun gera samning sem gildir til ársins 2029. Hann mun gangast undir læknisskoðun á morgun.
Kambwala er 19 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man Utd á síðustu leiktíð. Í heildina kom hann við sögu í 10 leikjum.
Man Utd hefur forkaupsrétt á honum og ef Villarreal selur hann áfram mun United fá prósentu af sölunni.
Athugasemdir