Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 13:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
AZ Alkmaar fær Parrott frá Tottenham (Staðfest)
Troy Parrott ásamt Harry Kane
Troy Parrott ásamt Harry Kane
Mynd: Getty Images

Troy Parrott er genginn til liðs við AZ Alkmaar frá Tottenham en hann skrifar undir fimm ára samning við félagið.


Kaupverðið er 8 milljónir punda.

Parrott þekkir til í hollensku deildinni en hann var á láni hjá Excelsior á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði tíu mörk í 25 leikjum.

Hann lék fjóra leiki fyrir Tottenham en var á láni hjá Millwall, Ipswich, MK Dons og Preston á tíma sínum hjá Lundúnaliðinu.

Parrott er landsliðsmaður Írlands sem er nú undir stjórn Heimis Hallgrímssonar en hann hefur leikið 23 landsleiki og skorað fimm mörk.


Athugasemdir
banner