banner
   fim 13. ágúst 2020 10:40
Elvar Geir Magnússon
Özil segist gefa sig allan fram fyrir Arsenal
Mesut Özil er ekki í áætlunum Arteta.
Mesut Özil er ekki í áætlunum Arteta.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil segir að hann verði áfram hjá Arsenal en framtíð hans hefur lengi verið í umræðunni. Hann var úti í kuldanum hjá Mikel Arteta í lok síðasta tímabils.

Özil er með 350 þúsund pund í vikulaun hjá Arsenal og í samningi til 2021. Sagan segir að Arsenal vilji borga hann út.

„Mín staða er ljós. Ég verð hér þar til samningurinn rennur út og ég gef mig allan fram fyrir félagið," segir Özil.

Arteta vill selja leikmenn í sumar til að skapa pening til leikmannakaupa. Özil virðist alls ekki vera í myndinni hjá honum.

„Ég ákveð það hvenær ég fer, ekki aðrir. Ég gerði fjögurra ára samning og hann ber að virða. Þetta hefur verið erfitt en ég elska Arsenal og ég elska London. Þetta er mitt heimili."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner