Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   sun 13. ágúst 2023 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 13. umferð - Besti íslenski markvörðurinn samkvæmt tölfræðinni
Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV.
Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Að störfum í Laugardalnum.
Að störfum í Laugardalnum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er ekki sérlega flókið að velja leikmann 13. umferðar í Bestu deild kvenna. Það er Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV.

„Ég veit ekki hvað ég hef gert henni, ég hef ekki hugmynd," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, léttur eftir 1-1 jafnteflið gegn ÍBV síðasta fimmtudag. Guðný var stórkostleg í markinu en hún var líka frábær í fyrri leiknum gegn Þrótti sem ÍBV vann 3-0.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 ÍBV

Sjá einnig:
Sterkasta lið 13. umferðar - Í liðinu í sjöunda sinn í sumar

„Ég held að fyrri leikurinn á móti Þrótti hafi verið betri. Það er greinilega eitthvað á móti Þrótti í ár, ég er búin að eiga bestu leikina á móti þeim. Nik hrósaði mér eftir síðasta leik og ég vona að hann geri það líka núna," sagði Guðný sjálf eftir leikinn í Laugardalnum.

„Þetta var orðið full kræft í lokin og ég þurfti að henda í nokkrar góðar vörslur fyrir sjónvarpið. Þetta tókst allt á endanum með góðum liðsanda."

Nik hefur trú á því að Guðný geti blandað sér í baráttu um sæti í landsliðinu, og miðað við frammistöðuna í sumar þá á hún skilið að vera inn í myndinni. Hún er sá íslenski markvörður sem er best þegar kemur að 'prevented goals' tölfræðinni en hún er með 3,52 í þeirri tölfræði. Næsti íslenski markvörður þar á eftir er Aldís Guðlaugsdóttir með 1,43.

'Prevented goals' mælir það hversu mörg mörk markvörður er að koma í veg fyrir miðað við hversu góð færi hann er að verja. Í þessari tölfræði er verið að blanda saman gæði tilrauna sem koma á markið og markafjölda sem liðið hefur fengið á sig. Ef þú ert sem sagt með 2,0 í þessari tölfræði þá ertu búinn að fá á þig tveimur færri mörk en búist er við miðað við tilraunirnar sem eru að koma á markið.

Guðný er búin að eiga flott sumar og þetta var algjörlega frábær leikur hjá henni. Þessar markvörslur sem hún átti í Laugardalnum hjálpa ÍBV að vera aðeins fyrir ofan fallsvæðið.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
14. umferð - Katie Cousins (Þróttur R)
15. umferð - Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll)
Heimavöllurinn: Sögulegt og sannfærandi hjá stórkostlegum Víkingum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner